top of page
Anda Rétt - Maí
Anda Rétt - Maí

Mon, May 16

|

ANDRI ICELAND studio

Anda Rétt - Maí

Breathing right matters. Learn the transformational physical and mental health benefits of breathwork.

Skráningu lokað | Registration closed
Námskeið | Workshops

May 16, 2022, 8:15 PM – May 26, 2022, 9:15 PM

ANDRI ICELAND studio, Fiskislóð 53, 101 Reykjavík, Iceland

Námskeið | Workshop

Anda rétt | Öndunarnámskeið 

Af hverju öndunartækni? Nú þegar langvarandi streita, kvíði, svefntruflanir, sjálfsofnæmissjúkdómar, kulnun og aðrir kvíðatengdir kvillar verða æ algengari út um allan heim, er kominn tími til þess að leita aftur í grunninn og gera grundvallarbreytingar fyrir fullt og allt. ​ Góðu fréttirnar eru þær að öndun er vinsælt umræðuefni. Fólk er að verða meðvitaðra um kraft öndunartækni til að ná sem bestum árangri og öðlast betri heilsu. Að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til þess að bæta eigin heilsu, byggja upp seiglu og kanna möguleika sína til fulls. ​ Öndunartækni hefur verið þekkt í aldaraðir. Það eru ótal aðferðir og tæknir í boði í dag. Frá sérhæfðum nálgunum til vísindalega sannaðra aðferða. Frá öndunaræfingum sem þjóna ákveðnum tilgangi til hagnýtrar öndunar í þínu daglega lífi. En þó hafa þær í raun allar sömu meginreglur. Markmiðið er að færa þig aftur í átt að jafnvægi. Að kjarnanum þínum. Einn andardrátt í einu. Hér og nú.

Þér verður vísað í áttina að kjarna öndunartækni. Að finna jafnvægi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Með því að nota samsetningu af því sem við vitum að virkar til þess að ná því besta úr hverjum andardrætti. Að gefa þér verkfærin, skilninginn, til að þú náir tökum á eigin iðkun.

Áskorun okkar til þín er að að þú uppgötvir að það að iðka öndunartækni, þjálfa hana og verða meðvitaður/uð um eigin andardrátt, er í grunninn mikilvægari þáttur í að hlúa að sjálfum sér en líkamsrækt eða matarræði.

Nokkrir þekktir kostir þess að stunda öndunartækni:

  • Andlegt og líkamlegt jafnvægi
  • Losar um streitu
  • Hámarkar vellíðan
  • Bætir ónæmiskerfið
  • Meiri orka
  • Bætir líkamlegt þol
  • Tilfinningalegt jafnvægi
  • Bætir svefn
  • Dýpri hugleiðsla
  • Vinnur úr áföllum
  • Fitubrennsla
  • Skýrir hugsun

Það skiptir máli að anda rétt. Tölum um nokkrar gagnreyndar aðferðir sem ég kenni sem heilsu- & lífsleikniþjálfari:

  • Wim Hof Method - viðurkenndur leiðbeinandi - Level 2
  • Buteyko Clinic International - viðurkenndur leiðbeinandi
  • Oxygen Advantage - viðurkenndur leiðbeinandi
  • XPT Performance Breathing - viðurkenndur þjálfari ​

Ég er oft spurður um muninn á þessum gagnreyndu aðferðum og fólk veltir oft fyrir sér hver þeirra er best. En í sannleika sagt eru þær einstakar og geta einnig unnið saman eftir einstaklingum og tilætluðum árangri fyrir andlega og líkamlega heilsu.

  • Öndunartækni Wim Hof Method er öflug öndunaræfing til að öðlast ýmsa heilsufarslega ávinninga: meiri orku, minnkað streitustig og aukið ónæmissvar til að takast á við sýkla. Sameinum þetta með kuldameðferð og hugarfari til að læra að halda sjálfum sér í jafnvægi í öllum aðstæðum. Að læra að vera í lagi sama hvað.
  • Buteyko-aðferðin leggur meiri áherslu á það hvernig við öndum og beinist að fólki með heilsufars- eða höfuðbeinavandamál sem tengjast öndun. Aðlöguð fyrir börn, unglinga og fullorðna á öllum aldri með sérstökum öndunaræfingum og aðferðum sem beitt er við sérstökum heilsufarsvandamálum.
  • Oxygen Advantage þjálfun hagræðir öndunarmynstri hjá heilbrigðu fólki, með það að markmiði að bæta endurheimt, orkustig, fókus, einbeitingu og árangur hreyfingarinnar.
  • Að lokum er það XPT, sem leggur áherslu á mikil afköst í íþróttum og hvernig á að nota öndunartækni til að bæta árangur. ​

Það hvernig þú andar hefur sterk áhrif á efnafræðilega og lífeðlisfræðilega starfsemi líkama þíns. Magn súrefnis sem við öndum að okkur hefur áhrif á magn orkunnar sem er losuð inn í frumurnar í líkamanum. Öndun er auðveldasti og mikilvægasti hlutinn af sjálfvirka taugakerfinu sem hægt er að stjórna og stýra.

Hinar ýmsu aðferðir sem Andri kennir eru taldar tengjast því að draga úr einkennum sjúkdóma eins og liðagigtar, MS, Parkinsonsveiki, astma, sarklíki, æðabólgu og fjölmargra sjálfsofnæmissjúkdóma.

Á þessu námskeiði lærir þú:

  • Farið verður dýpra í öndunartækni og hagnýta öndun.
  • Að skilja þín öndunarmynstur og stilla þau af eftir þörfum.
  • Hvernig þú nærð stjórn á streituviðbrögðum þínum og bregðast við streituvöldum á sem árangursríkastan hátt með því að nota öndunina.
  • Að skilja lífeðlisfræði öndunarinnar, kraft hugans og afleiðingar þess að beina fókusinum að heilbrigðari huga og líkama. Burt frá langvarandi streitu.
  • Að fara dýpra inn í skilninginn á mikilvægi öndunartækni. Að læra vísindin og verklega hlið réttrar öndunar og öndunaræfingar til að að bæta heilsuna.

Hvenær: 16.-26. maí frá kl. 20:15-21:15   

  • Hópur 1: kl. 20:15-21:15 Mán & Mið - Á staðnum  
  • Hópur 2: kl. 20:15-21:15 Þri og Fim - Á staðnum
  • Hópur 3: kl. 20:15-21:15 Mán & Mið - Á netinu

Hvar: Fiskislóð 53, 101 Rkv eða á netinu (Zoom)

 *Athugið: Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttafélaginu þínu. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar.

Miðar | Tickets

  • Hópur 1: Mán & Mið - Á staðnum

    kl. 20:15-21:15 Mán & Mið - Á staðnum

    ISK 15,000
    Sale ended
  • Á netinu - Mán & Mið

    Hópur 3: kl. 20:15-21:15 Mán & Mið - Á netinu

    ISK 15,000
    Sale ended

Total

ISK 0

Share this event

bottom of page