Mon, Nov 13
|ANDRI ICELAND studio
Fitubrennsla - námskeið
Nov 13, 2023, 5:45 PM – Dec 20, 2023, 7:00 PM
ANDRI ICELAND studio, Fiskislóð 53, 101 Reykjavík, Iceland
Námskeið | Workshop
Fitubrennsla - 6 vikna námskeið Kuldi | Öndunartækni | Hreyfing
Kuldi og öndunartækni hafa marga þekkta heilsufarsbætandi eiginleika. Einn af „ávinningum“ þess að vinna með kælingu og öndunartækni sem sjaldan er talað um er fitubrennsla.
Hinar 2 þekktu undirstöður fitulosun eru næring og hreyfing. Á þessu námskeiði munum við einbeita okkur að þeirri þriðju: hitamyndun. Notkun kælingar, hitastýringu, til þess að losna við aukafitu.
Líkaminn losar sig við fitu með 3 leiðum: þvagláti, svita og öndun. Mest af fitunni er losuð í gegnum lungun sem koltvísýringur. Við munum einnig vinna með gagnreyndar öndunaraðferðir til að auka efnaskipti, stjórna streitu, sofa betur og koma á jafnvægi á ný.
Andri missti 30 aukakíló eftir að hann fór að nota þessar aðferðir og mun hann leiða ykkur í gegnum þær á þessu fitubrennslunámskeiði.
Á þessu námskeiði lærir þú:
- Um 3 undirstöður fitulosun: Næringu, hreyfingu og hitastýringu
- Hvernig á að vinna með kælingu til þess að brenna fitu
- Öndunartækni fyrir hitastýringu, fitulosun, orku, andlegt og líkamlegt jafnvægi.
- Að skilja og meðhöndla streitu. Að byggja upp streituþol.
- Hreyfingu fyrir bandvefslosun og hitamyndun
- Um kraft hugans og áhrif á lífeðlisfræði þína Um tengingu huga og líkama
- Vísindin á bak við iðkunina
Hvenær: 6 vikna námskeið. þrisvar í viku. Mán, mið og fös kl. 17:45 - 19:00 (75 mínútna tímar) 13. nóv - 20. des
Innifalið í þessu námskeiði er aðgangur að Anda með Anda öndunar tímum ásamt aðgengi að köldu potti eftir tímana Anda með Andra er 2x í viku á þrið og fim kl. 17:30 - 18:30.
Staðsetning: ANDRI ICELAND studio - Fiskislóð 53
*Athugið: Við bjóðum upp afslátt fyrir nema og öryrkja. Auk þess má dreifa greiðslum ef þörf er á. Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttafélaginu þínu. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar.
*Mikilvægt: Þetta námskeið hentar ekki barnshafandi konum eða fólki með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn þinn varðandi heilsufar þitt áður en þú tekur þátt í námskeiðinu.
Miðar | Tickets
Fitubrennsla
ISK 60,000Sale ended
Total
ISK 0