top of page
KALDIR KARLAR OG KONUR Wim Hof Method RETREAT Október
KALDIR KARLAR OG KONUR Wim Hof Method RETREAT Október

Fri, Oct 28

|

Hella

KALDIR KARLAR OG KONUR Wim Hof Method RETREAT Október

Cool men and women - Wim Hof Method Retreat October

Ekki til sölu | Not for sale
Námskeið | Workshops

Oct 28, 2022, 10:00 AM – Oct 30, 2022, 5:00 PM

Hella, Hella, Iceland

Námskeið | Workshop

KALDIR KARLAR OG KONUR WIM HOF METHOD Retreat 

//we accommodate for English-speaking people (for English description click the link at the bottom)

Kuldi | Öndunaræfingar | Kraftur hugans | Hreyfing og margt fleira

Þessi helgi er um það að koma saman, ögra sér, deila, tengjast og styðja hvort annað. Uppgötva í leiðinni kraftinn innra með þér að vera “Okay no matter what”.

Tengdu þig inn á skemmtilegri og orkumikilli helgi

Þú mátt eiga von á: 

  • Áskorunum sem reyna á Kraft hugans 
  • Að læra að sleppa tökunum í erfiðum aðstæðum 
  • Að aftengja þig daglegri rútínu 
  • Að skilja og ná valdi á tengingu hugar og líkama 
  • Öndunaræfingum (Wim Hof, Oxygen Advantage og fleira) 
  • Kælingu (Wim Hof tækni og aðferðir Andra) 
  • Að nota kulda sem andlegt og líkamlegt heilsuverkfæri 
  • Hreyfiflæði 
  • Að losa um spennu/streitu 
  • Að skilja tilfinningalega endurgjöf 
  • Að byggja upp seiglu 
  • Kraftinum sem býr í samstilltum hóp 
  • Náttúru, náttúru og meiri náttúru!

Fyrir hverja: Hentar öllum yfir 18 ára aldri, sem finnur fyrir kallinu að koma með okkur í þetta ævintýri. Þú munt öðlast þekkingu á því hvernig á að tækla eftirfarandi:

  • Vinna með daglegri streitu 
  • Setja vellíðan þína í fyrsta sæti 
  • Aukið þol 
  • Ákjósanlega heilsu 
  • Takast á við langvarandi sársauka 
  • Andlegur friður 
  • Betri svefn 
  • Þyngdartap

>Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”. Vendipunkturinn þar sem áratugir af langvarandi, sárum verkjum í mjóbaki og mígreni hurfu loksins. Þessi umbreyting er það sem leiddi til þess að hann fór að miðla ávæningi kælimeðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða, til þúsunda manna. Með það að markmiði að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun. Innblásinn af áhrifum beinnar kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að fyrsta vali þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að fara ofan í ískalt vatn, ögrar gömlum skoðanamynstrum, dýpkar skilning okkar á öndun, undir handleiðslu Andra. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til þess að ná aftur stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að vera til í auga stormsins.

Hvenær: 28-30 Október Hittumst föstudaginn  kl. 10:00 á staðnum. Helginni lýkur sunnudaginn  kl. 17:00

Hvar hittumst við: Hellu (nákvæm staðsetning verður send út með staðfestingu á þátttöku)

Gisting: Við gistum í nágrenni kraftmikla eldfjallsins Heklu á Hellu. Fullkomin staðsetning sem er umkringd náttúru og nálægt mörgum frábærum stöðum fyrir dagskránna okkar. Þú færð þitt eigið svefnherbergi með sérbaðherbergi.

Hvað er innifalið: 

  • Allir dagskrárliðir 
  • Allar máltíðir (enginn rugl matur - Plöntubasaðar máltíðir eldaðar á staðnum af okkar eigin kokki og næringafræðingi) 
  • Gisting í sérherbergi með eigin baðherbergi 
  • Gönguferðir í náttúrunni og hópefli

Nánari upplýsingar verða sendar við skráningu.

 **Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttafélaginu þínu.

Lestu meira hér: www.andriiceland.com/kaldirkarlarogkonur

Share this event

bottom of page