Einkatími
1 hr
15.000 íslenskar krónurFyrir einstaklinga sem vilja takast á við svipuð markmið saman
1 hr
20.000 íslenskar krónur1 hr
15.000 íslenskar krónur
.
Einkatími miðast algjörlega að því sem þú vilt vinna með og fókuserar á það. Við vinnum með einföld og áhrifarík verkfæri til að koma þér á skrið í átt að markmiðum þínum.
Andri sérhæfir sig í öndunartækni, kælimeðferð, hugarfari og hreyfingu til að takast á við m.a. langvarandi verki, streitu, öndunarerfiðleika og íþróttaiðkun fyrir andlega og líkamlega vellíðan.
Þú getur unnið með Andra meðal annars til að takast á við:
-
Einföld og áhrifarík verkfæri til að koma þér á skrið í átt að markmiðum þínum
-
Að skilja tengingu hugar og líkama
-
Auka viljastyrk og sjálfstjórn
-
Að læra að takast á við streitu
-
Öndun fyrir bestu mögulegu heilsu
-
Öndunartengda sjúkdóma (t.d. astma)
-
Kælimeðferð Að ná sambandi við streituna þína og læra að sleppa tökunum á henni
-
Að nota kulda sem verkfæri fyrir heilsuna
-
Hreyfing. Að skilja hvernig líkami þinn virkar
-
Fitubrennsla
-
Árangur í íþróttum
-
Bætt þol
-
Verkfæri til að sleppa tökunum á bólgum og langvarandi verkjum
-
Vísindin á bak við þessar aðferðir
Nokkrir þekktir kostir þess að stunda öndunartækni:
-
Losar um streitu
-
Hámarkar vellíðan
-
Bætir ónæmiskerfið
-
Meiri orka
-
Bætir líkamlegt þol
-
Tilfinningalegt jafnvægi
-
Bætir svefn
-
Dýpri hugleiðsla
-
Vinnur úr áföllum
-
Fitubrennsla
-
Skýrir hugsun
-
Meiri fókus
-
Eykur viljastyrk og sjálfstjórn
Það hvernig þú andar hefur sterk áhrif á efnafræðilega og lífeðlisfræðilega starfsemi líkama þíns. Magn súrefnis sem við öndum að okkur hefur áhrif á magn orkunnar sem er losuð inn í frumurnar í líkamanum. Öndun er auðveldasti og mikilvægasti hlutinn af sjálfvirka taugakerfinu sem hægt er að stjórna og stýra.
Hinar ýmsu aðferðir sem Andri kennir eru taldar tengjast því að draga úr einkennum sjúkdóma eins og liðagigtar, MS, Parkinsonsveiki, astma, sarklíki, æðabólgu og fjölmargra sjálfsofnæmissjúkdóma.
Nokkrir þekktir kostir þess að stunda kælimeðferð:
-
Hámarksheilsa
-
Linar langvarandi verki
-
Losar um streitu
-
Skýrir hugsun
-
Fitubrennsla
-
Betri svefn
-
Betri fókus
-
Dregur úr bólgum
-
Endurheimt vöðva
-
Kemur í veg fyrir meiðsli
-
Eykur viljastyrk og sjálfstjórn
Tíð útsening fyrir kulda er talin tengjast ýmis konar jákvæðum áhrifum á heilsu. Til dæmis hafa vísindamenn fundið vísbendingar um að útsetning fyrir kulda hraði efnaskiptum.
Annar ávinningur af því að láta líkamann verða fyrir kulda er að hann dregur úr bólgu, þrota og eymslum í vöðvum. Þess vegna nota margir íþróttamenn ísböð og aðrar tegundir kulda sem leið til að flýta fyrir endurheimt eftir líkamsrækt. Ennfremur er kælimeðferð einnig tengd við bætt svefngæði, meiri fókus, og jafnvel bætta ónæmissvörun.