
RETREATS
Við bjóðum upp á rými fyrir sjálfsuppgötvun í ósnertri náttúru Íslands.
Helgarnar okkar eru byggðar upp í kringum Wim Hof aðferðina, en innihalda margar aðrar þjálfunaraðferðir sem við höfum lært á okkar vegferð. Við bjóðum þér að heimsækja einstaka staði í íslenskri náttúru sem gera þér kleift að kúpla þig út úr öllu og kveikja á þínum innri hæfileikum.
Retreats okkar innihalda:

Kælimeðferð - Wim Hof aðferðin
Þér býðst, undir handleiðslu Level 2 Wim Hof leiðbeinanda, að læra allt um ávinning aðferðarinnar og hvernig á að nota hana sem andlegt og líkamlegt verkfæri, að upplifa listina að sleppa tökunum í erfiðum aðstæðum.
Kælimeðferð hæfir öllum sem vilja ögra og kanna meðfædda hæfileika sína. Hún er líka kraftmikið verkfæri til að vinna með eftirfarandi:
- Fyrir þolið
- Fyrir bestu mögulegu heilsuna
- Fyrir langvarandi verki
- Fyrir streitulosun
- Fyrir andlegan frið
- Fyrir fitubrennslu
Við segjum ekki meir, það er undir þér komið að uppgötva rest.

Öndunartækni - Wim Hof aðferðin
Við leiðum þig í gegnum mismunandi gerðir öndunartækni, útskýrum vísindin á bak við þær ásamt því hvernig þú átt að nota öndunina meðvitað og ákveðið, fyrir bestu mögulegu heilsuna, streitulosun og margt fleira.
Við notum ýmis einstök hljóðfæri, og innleiðum tónheilun fyrir hámarksupplifun.

Hreyfing
Helgarnar okkar innihalda mismunandi tegundir af hreyfingu, þ.á.m. hreyfingu með núvitund og valfrjálst jóga.
Andri hefur lært ýmis konar gerðir af hreyfingu til að nota annaðhvort þegar verið er að vinna með kuldann, fyrir styrk/þol, fókus eða bara til gamans! Hann elskar að deila þekkingu sinni, og þú veist aldrei hvenær þú getur átt von á því að hann sýni þér nýtt múv!

Einstakir staðir, fjarri margmenni
Við bjóðum uppá þægilega gistingu, ósnerta íslenska náttúru, fjarri margmenni.
Dagskráin fer fram bæði innandyra og utan, sem gerir þér kleift að upplifa ótakmarkaða endurnærandi orku íslenskrar náttúru..

Að fæða sálina
Við elskum að sýna líkama okkar virðingu með gnægð og góðum mat, og við viljum deila því með þér. Allar máltíðir eru valdar með það í huga að líkaminn geti starfað sem best og eru eldaðar af ást af kokkinum okkar (og næringafræðingi).
Máltíðirnar eru plöntubasaðar og enginn fer svangur frá borði!

Tengsl
Kynnstu kraftinum sem býr í hópastarfi!
Við elskum að sjá það á helgunum okkar hvernig það að hugsa vel um okkur og setja okkur í fyrsta sæti, auðveldar okkur að mynda jákvæð tengsl við aðra.
NÆSTU RETREATS
.....
Kaldir Karlar
New dates soon
.png)
Kaldir Karlar & Konur
Október 28-30
Nóvember 4-6