top of page

ANDRI ICELAND

Árangur starfs okkar

Á síðastliðnum árum höfum við orðið vitni að þúsundum dæma um umbreytandi lífsreynslu fólks frá ólíkum hornum þjóðfélagsins. Þar segir frá t.d. áratugalangri samleið með langvinnum verkjum sem minnkuðu og tækifæri gafst til að lifa venjulegu lífi á ný, skjótari bata eftir aðgerð, ofnæmi sem dvínaði, fíkn sem sigrast var á, störf hafin á ný eftir áralanga baráttu við kulnun og þunglyndi,  að geta farið í göngutúra á ný, sérsveitarlögreglumaður sem lærði bætta sjálfstjórn á álagstímum, sálfræðingur sem var nálægt kulnun en snéri við blaðinu, rólegri og betri foreldrar, og að lifa endastig krabbameins til fullnustu án þess að þurfa að taka öll verkjalyfin. Þetta eru aðeins fáein dæmi af þeim lífreynslusögum sem við höfum heyrt í áranna rás.


Markmið okkar er að hver einstaklingur sem kemur til okkar fari frá okkur með tækni og þekkingu til að líða betur en áður en þau komu til okkar. Það er sama þó það fjalli um að sá fræjum, fjarlægja illgresi eða sjá blómstrandi tré með sterkar rætur. Allt þetta er drifkraftur starfs okkar. Við viljum hjálpa eins mörgum og við getum við að tengjast sjálfum sér á ný eftir að hafa villst af leið eða grafið hefur verið undan þeim. Auk þess veitum við fyrirbyggjandi aðferðir til að forðast slíkt eða forðast að það gerist aftur. Með því leggjum við okkar að mörkum til þjóðfélags þar sem færri þurfa að vera í veikindaleyfi, lifa við vanmátt eða án tengingar við sjálfa/n sig.


Öruggt rými aðstoðar þjóðfélagið við sjálfsumönnun sem er að skapa sér sess í heilbrigðiskerfi framtíðar vegna þess að það lækkar kostnað við heilbrigðiskerfið og styður við bakið á virku samfélagi og sterku hagkerfi. 

Andri Iceland

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð þar sem áherslan er lögð á að miðla ávinningi kuldameðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða. 

Eftir að hafa notið innblásturs af beinni kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að helsta úrræði þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum skoðanamynstrum og fara ofan í ískalt vatn. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til að ná stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að finna innri kyrrð í auga stormsins.
 
Auk ýmis konar þjálfunar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:
• Health & Personal Development Coach
• Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
• Oxygen Advantage Certified Instructor
• XPT Certified Coach
• Buteyko Clinic International certified Instructor

 

Áhersla í minni vinnu er STREITA. Að kenna einfalda en kraftmikla tækni til þess að vinna og vera í lagi í streituvaldandi aðstæðum. Að læra að halda skýrum fókus án þess að leyfa aðstæðunum að taka stjórnina. Að yfirfæra þá iðkun yfir á þitt daglega líf.

STREITA er beintengd ónæmiskerfinu þínu og alhliða andlegri og líkamlegri vellíðan. Það er kominn tími til að endurheimta kraftinn þinn!

Vilhjálmur Andri Einarsson - Andri Iceland
XPT performance breathing certified instructor - Andri Iceland
Wim Hof Method certified instructor Andri Iceland
Oxygen Advantage certified Instructor - Andri Iceland
Buteyko Clinic International certified instructor Andri Iceland

PODCASTS

Press

island i dag.png

Ísland í dag - Öndun og kæling breytti lífinu

Icelandic

Vala Matt fékk að heyra allt um ótrúlega einfalda öndunartækni þar sem streitan og vanlíðanin hreinlega rennur af manni. 

bottom of page