top of page

Kælimeðferð - Wim Hof Method
Hættu að Væla Komdu að Kæla - kuldameðferð | Kuldaþjálfun

Uppgötvaðu þína eigin hæfileika til að vera í lagi sama hvað
Öndunartækni | Kælimeðferð | Kraftur hugans


Við lifum við stöðugt streituástand. Allt frá ósýnilegum merkjum til langvarandi streitu. Sem við höldum að sé sjálfvirk og úr okkar höndum. Streita veldur bólgum í líkömum okkar, ójafnvægi hugans og langvarandi heilsukvillum.

Hvað ef það væri auðveld leið til þess að enduruppgötva hæfileika þína til þess að endurheimta stjórnina á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi sama hvað? Læra að vera í auga stormsins.

 

Við vinnum með 4 mikilvæga þætti til að endurforrita skynjun okkar á streitu, uppgötva okkar sönnu hæfileika og finna jafnvægið okkar. Líkamlega og andlega:

 1. Kraftur hugans: Tökum okkur góðan tíma til að fylgjast með ómeðvituðum mynstrum okkar, skoðanamynstrum og öðrum hindrunum sem aftra okkur frá því að vera í lagi. Uppfærum gömlu kerfin okkar

 2. Öndunartækni: Finnum bestu mögulegu leiðina fyrir líkama okkar að taka inn súrefni (aðaleldsneytið okkar fyrir heilbrigt kerfi), endurræsum taugakerfið okkar. Þetta leiðir til hærra orkustigs og sterkara ónæmiskerfis auk þess að virka sem dómínóáhrif jákvæðra endurstillinga í huga okkar og líkama.

 3. Kælimeðferð: Tæklum bólgur, langvarandi verki, endurræsum taugakerfið, lærum að sleppa tökunum á streituvöldum og hvernig við innleiðum þetta í okkar daglega lífi.

 4. Hreyfing: Uppgötvum tengingu hugar og líkama og hvernig þú getur haft áhrif á kerfið þitt.

Á þessu námskeiði munum við vinna með:

 • Að skilja tenginu hugar og líkama

 • Öndun fyrir bestu mögulegu heilsu

 • Kælimeðferð Listina að sleppa tökunum í erfiðum aðstæðum

 • Að nota kulda sem verkfæri fyrir heilsuna

 • Meðvitaða hreyfingu Að skilja hvernig líkami þinn virkar

 • Vísindin á bak við Wim Hof aðferðina

 • Iðkun í náttúrunni (lok námskeiðs)

 • Aðgangur að "Amazing ones", einstöku samfélagi ANDRI ICELAND um allan heim. 


Fyrir hvern:
Þetta námskeið hæfir öllum sem vilja kanna meðfædda hæfileika sína. Það er líka kraftmikið verkfæri til að vinna að eftirfarandi:

 • Fyrir meira þol

 • Fyrir bestu mögulegu heilsuna

 • Fyrir langvarandi verki

 • Fyrir streitulosun

 • Fyrir andlegan frið

 • Fyrir fitubrennslu

 • Fyrir betri svefn

 • Fyrir andlegan fókus


Tilvalið fyrir byrjendur eða þá sem hafa reynslu af kulda (eins og sjóböðum eða köldum pottum) þar sem þú munt læra aðra nálgun sem mun færa iðkunina þína upp á annað stig og bæta alhliða vellíðan.

 

*ATH: Við bjóðum upp á afslætti fyrir nema og öryrkja. Einnig er hægt að dreifa greiðslunni. Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttafélaginu þínu.

*námskeiðið er kennt á íslensku og einum hópi á mánuði er kennt á ensku. 
Vinsamlegast hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

 

Nokkrir þekktir kostir þess að stunda kælimeðferð:

 • Hámarksheilsa

 • Linar langvarandi verki

 • Losar um streitu

 • Skýrir hugsun

 • Fitubrennsla

 • Betri svefn

 • Betri einbeiting

 • Dregur úr bólgum

 • Endurheimt vöðva 

 • Kemur í veg fyrir meiðsli

 • Eykur viljastyrk og sjálfstjórn

Tíð útsening fyrir kulda er talin tengjast ýmis konar jákvæðum áhrifum á heilsu. Til dæmis hafa vísindamenn fundið vísbendingar um að útsetning fyrir kulda hraði efnaskiptum.

Annar ávinningur af því að láta líkamann verða fyrir kulda er að hann dregur úr bólgu, þrota og eymslum í vöðvum. Þess vegna nota margir íþróttamenn ísböð og aðrar tegundir kulda sem leið til að flýta fyrir endurheimt eftir líkamsrækt. Ennfremur er kælimeðferð einnig tengd við bætt svefngæði, meiri fókus, og jafnvel bætta ónæmissvörun.

"Að fara á námskeið hjá Andra var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.
Andri er mjög áhugasamur, fróður, þolinmóður og góður kennari, hann brennur fyrir því sem hann er að kenna.
Ég var búin að eiga í mjög slæmu brjósklosi í dágóðan tíma og ákvað því að skrá mig á námskeið hjá Andra.
Þegar ég var búin að ná tökum á Wim Hof önduninni og að fara ofan í kalda vatnið stóðu áhrifin ekki á sér, verkir og bólgur sem ég var búin að vera að eiga við í langan tíma hurfu eins og dögg fyrir sólu, ég er eins og ný manneskja.
Ég get af einlægni mælt með Andra og því sem hann kennir.
Takk fyrir mig - Sigríður"

Lestu meira um vísindin á bak við Wim Hof aðferðina hér

LEVEL 2CUT.png
bottom of page