top of page

Hreyfiflæði - Movement Flow

Andra Flæði 

Þetta er EKKI dæmigerð hreyfiþjálfun.

​

Þar sem þetta er augljóslega líkamleg æfing þá kemur það eflaust fyrst upp í hugann að byrja á upphitun, en andlegur undirbúningur er jafnvel enn mikilvægari fyrir þessa tegund þjálfunar sem við ætlum í. Þess vegna er núvitund (kraftur ímyndunar og meðvituð öndun) leiðin til þess að byrja hvern tíma og að lokum lærum við að halda öndunartækninni í gegnum alla æfinguna. 

 

Fókusinn verður ekki á að „púla soldið vel“ - það er fyrir annars konar æfingar. Markmiðið er að bæta stjórn þína á líkama þínum og samhæfingu og samband þitt við hreyfingu.

 

Þannig að því meira sem þú getur verið á staðnum og með fulla athygli, því meira færð þú út úr hverjum tíma. 


Þetta námskeið er til að hjálpa þér að bæta stjórn þína á líkamanum, skilvirkni, flæði og hugarfar. Það er hannað til koma þér á allt annað stig og gefa þér aðra nálgun á það hvað það er að æfa og verða betri í að hreyfa líkama þinn. 

​

Þú lærir margs konar hreyfingar og flæði. Hver tími gefur þér tækifæri til þess að læra að þekkja hvernig líkaminn þinn bregst við og svarar og hvernig þú gerir hreyfinguna. Þú munt einnig upplifa meiri innnsýn og smáatriði. Jafnvel þó þú þekkir ákveðna hreyfingu, þá er þér boðið að fara inn í hana með opnum huga. Eins og þú værir að gera þetta í fyrsta sinn. Eins og tómur bolli, sem rúmar svo mikið meira af nýrri þekkingu. 

 

Þú leggur línurnar fyrir það hvernig líkami þinn hreyfir sig, ekki bara í þessum æfingum, heldur almennt í lífinu. Sem mun breyta nálgun þinni á lífið. 

​

Andri Iceland movement coach

Morgunrútína 

Að byrja daginn með morgunrútínu hjálpar okkur að setja tóninn fyrir daginn, sem auðveldar okkur að stjórna dagskránni okkar frekar en að hún stjórni okkur.

Þegar við byrjum hvern dag fersk, getum við einbeitt okkur betur að því sem er fyrir framan okkur, hvernig við forgangsröðum tímanum og, að lokum, bæta afköstin og alhliða vellíðan. 

​

Byrjum á hreyfingu. Að hita og opna líkamann fyrir daginn á meðan við hlustum á frábæra tónlist. Þar á eftir tökum við góða öndunaræfingu með samblandi af bestu aðferðunum til þess að ná líkamanum í jafnvægi á ný og efnaskiptum hugans fyrir hámarks frammistöðu. Við ljúkum þessu með rúsínunni í pylsuendanum, kaldri sturtu. Svona byrjar þú daginn þinn ef þú vilt vera "Ok no matter what".
 

  • Hreyfiflæði
  • Öndunartækni 
  • Köld sturta

​

_DSC8278.jpg
Dance Class

Hreyfiflæðinámskeið

Lengt:  4 vikur, 2 tímar á viku.​

Á meðan:

  • 1 klst. tímar tvisvar í viku
  • Hreyfiflæði
  • Núvitund (kraftur ímyndunar og meðvituð öndun)
  • Daglegar áskoranir

  • Eftirfylgni

Eftir:

  • Ótakmörkuð eftirfylgni

  • Fullkomin tök á iðkuninni og þekkingunni sem þú hefur aflað þér.

  • Möguleiki á að koma á Hreyfiflæði 2

​

Tilvalið ef: Byrjendur eða þeir sem hafa áhuga á að nálgast hreyfingu á meðvitaðri hátt. Að bæta stjórn þína á líkamanum, opnun og samhæfingu. Að losa um spennu og streitu. Ekki þarf að uppfylla nein skilyrði. Allir velkomnir!
 

bottom of page