top of page

Hugsaðu um heilsuna -
Ráðstefna um öndun, kulda, streitu og seiglu 

18. febrúar 2023 - Harpa Silfurberg eða á netinu í beinni streymisútsendingu

Fjórir magnaðir fyrirlesarar:
 

  • James Nestor- Andardráttur: Ný vísindi glataðrar listar

  • Dr. Susanna Søberg - Vetrarsund (og gufubað): Norræna leiðin að heilsusamlegu og hamingjusömu líferni

  • Dr. Kristín Sigurðardóttir - Streita- vinur í raun? 

  • Vilhjálmur Andri Einarsson - Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað

 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun setja viðburðinn.

Í fyrsta skipti á Íslandi mun höfundur The New York Times metsölubókarinnar Breath, James Nestor, deila með okkur ítarlegri rannsókn sinni á viðfangsefninu öndun. Ásamt Dr. Susanna Søberg, höfundi bókarinnar Winter Swimming og leiðandi sérfræðingur á alþjóðavísu í vísindum og notkun kulda og hita í streitu-stjórnun til heilsubótar. Slysa- og bráðalæknirinn Dr. Kristín Sigurðardóttir ræðir skilgreininguna á streitu, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg. Og heilsuþjálfarinn Vilhjálmur Andri Einarsson mun segja frá áhrifaríkum nálgunum til andlegs og líkamlegs jafnvægis til þess að læra að vera í lagi, alveg sama hvað

Conference Harpa

Fyrirlesarar

James Nestor

Breath: The New Science of a Lost Art

Það er til leynileg lausn á vinnustaðarstreitu og kulnun. Það er ótrúlega einfalt: öndun. Samkvæmt vísindafréttamanninum JAMES NESTOR gegnir öndun lykilhlutverki í að umbreyta lífi okkar—stærra hlutverki en mataræði, svefn, eða líkamsrækt. Í New York Times metsölubók hans Breath—sem var 18 vikur á metsölulistanum fyrsta árið og seldist í yfir 1,5 miljónum eintökum á alþjóðavísu—kennir James okkur að minnstu breytingar á öndun okkar geta haft djúpstæð áhrif á skilvirkni á vinnustað, frammistöðu í íþróttum, kvíða, og svefn. Elizabeth Gilbert, höfundur bókarinnar Eat Pray Love, kallar verk James „Hrífandi vísindaleg, menningarleg, og andleg þróunarsaga öndunar mannfólksins—og hvers vegna við höfum farið ranglega að í allan þennan tíma.“ 

 

Þegar við hugum að heilsu okkar og vellíðan eigum við til að rýna í matarræði okkar og álag. Sjaldan, ef nokkru sinni, hugsum við um hvernig við öndum—En samkvæmt vísindafréttamanninum James Nestor er tenging á milli öndunarvenja og raða langvarandi heilsukvilla sem hindra að við náum árangri: allt frá minnkaðri skerpu og einbeitingu, aukins kvíða, svefnstoli, til tannskemmda og skakkra tanna. James sýnir okkur hvernig við höfum glatað listinni að anda á réttan hátt, og kennir okkur að endurheimta hana.

Í tímamótaverki hans Breath: The New Science of a Lost Art, James leiðbeinir okkur að rót vandans og sýnir okkur hvernig við getum lagað það með blöndu af húmor, vísindum, sögu og einföldum hagnýtum dæmum. Þú andar aldrei á sama hátt aftur. Breath hefur fengið lof fyrir góða rannsóknarvinnu og fyrir að vera sérstaklega hrífandi frá  New York Times metsölubókahöfundinum Joshua Foer sem segir þetta vera: „Gerbreytandi bók sem hafur áhrif á hvernig þú hugsar um líkama og sál.“ Breath varð strax metsölubók á listum New York Times, Wall Street Journal, Los Angeles Times, og London Sunday Times og kemur brátt út í þýðingum á 35 tungumálum. American Society of Journalists and Authors veitti bókinni verðlaun sem Best General Nonfiction Book of the Year.

 

James hefur fyrirlesið um mikilvægi öndunar hjá Stanford Medical School, Sameinuðu þjóðunum, og í Global Classroom (á vegum Aþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og UNICEF), auk þess að hafa komið fram í rúmlega 60 útvarps- og sjónvarpsþáttum, þ.á.m. Fresh Air með Terry Gross, Nightline hjá ABC, Morgunsjónvarpi CBS, og í fjölda NPR þáttum. Hann hefur skrifað fyrir fjölmörg tímarit, t.d. Scientific American, The New York Times, The Atlantic, og The San Francisco Chronicle.

 

Í fyrri bók hans DEEP: Freediving, Renegade Science, and What The Ocean Tells Us about Ourselves, fylgir James íþróttafólki, landkönnuðum, og vísindamönnum eftir er þau kanna hafið, og afhjúpa undarlegar og undursamlegar uppgötvanir sem endurmóta skilning okkar á hafinu og okkur sjálfum. Sú bók var tilnefnd til PEN American Center Best Sports Book of the Year, New York Times Book Review Editor’s Choice, BBC Book of the Week, og Amazon Best Science Book of the year.


James hefur einnig unnið með National Geographic Explorer sjávarvísindamanninum David Gruber í að skapa verkefnið CETI—Tilkomumikið verk með það að markmiði að hjálpa okkur að tengjast og skilja dýrin sem lifa með okkur á jörðinni. Með hjálp af tækni eins og vélrænu námi og gervigreind er vonast til þess að CETI verkefnið leysi ráðgátuna á bak við samskipti á milli dýrategunda, og hefur verkefnið fengið inngöngu sem Audacious Project hjá TED. 

James Nestor in Iceland
James Nestor Iceland
Dr. Susanna Soberg Iceland

Dr. Susanna Søberg

Winter Swimming (and sauna): The Nordic Way Towards a Healthier and Happier Life

Dr. Susanna Søberg er leiðandi sérfræðingur á alþjóðavísu í vísindum og notkun kulda og hita í streitustjórnun til heilsubótar. Hún lauk doktorsprófi í efnaskiptum við Háskólann í Kaupmannahöfn og hefur látið gott af sér leiða til dýpri skilnings á efnaskiptum í mannfólki við streitu og við hvíld. 


Susanna er stofnandi Soeberg Institute. Heilsuáætlun hennar, sem ber nafnið „The Thermalist Cure“, byggir á vísindalegum staðreyndum og er hannað í ljósi margra ára reynslu og rannsóknum á kulda, hita og öndun. Hún miðlar þekkingu sinni í námskeiðum á heimasíðu sinni sem henta einstaklingum, hópum og fyrirtækjum.


Eitt af lögmálum hennar er að „enda á kuldanum“, til að auka efnaskipti í líkamanum og lengja ávinning efna í heilanum. Það er lögmál sem Professor Andrew Huberman við Stanford háskóla skírði eftir henni: #soebergprinciple.

Dr. Kristín Sigurðardóttir

Streita, vinur eða óvinur?

Slysa- og bráðalæknirinn Kristín Sigurðardóttir ræðir skilgreininguna á streitu, hvernig það hjálpar okkur og hvenær það hættir að hjálpa okkur.
Kristín ræðir rangtúlkanir á streitu og hvernig viðbrögð okkar við streitu hafa áhrif á seiglu okkar. 


Kristín beitir heildrænni nálgun á heilsu og hefur helgað öllum læknaferli sínum því að upphefja heilsu og seiglu. 


Hún starfar við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, sem sérfræðingur í samskiptum, heldur námskeið í Opna háskólanum í HR, og er stjórnarformaður menntastofnunar Læknafélags Íslands.


Hún rekur fyrirtækið Á heildina litið sem stendur reglulega fyrir vinsælum námskeiðum og málstofum þar sem áhersla er lögð á heilsu og vellíðan og hvernig við getum nýtt okkur streitu í síbreytilegu umhverfi og aukið seiglu, sem eru lykilatriði þess að blómstra í leik og starfi.
 

Dr. Kristín Sigurðardóttir
Andri Iceland

Vilhjálmur Andri Einarsson

Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað

Andri er heilsuþjálfi og meðstofnandi ANDRI ICELAND.


Í starfi sínu leggur Andri áherslu á aðferðir sem hafa haft svo mikil áhrif á líf hans að í kjölfar þess að kynnast þeim skilgreinir hann sjálfan sig sem „endurfæddan“. Vendipunkturinn var þegar hann gat litið á áratugi af langvarandi líkamlegum verkjum og andlegri vanlíðan sem liðna tíð. Þessi umbreyting leiddi til þess að hann fór að miðla ávinningi kuldameðferðar, öndunartækni, og hugarorku meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða. Hann hefur gert það til þúsunda manna með það að markmiði að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun.


Eftir að hafa notið innblásturs af beinni kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að helsta sérfræðingi í þessu efni á Íslandi sem fólk sem sækist eftir einstakri umbreytandi þjálfunarupplifun snýr sér til. Það er einfaldlega einstök upplifun að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum

skoðanamynstrum og fara ofan í ískalt vatn. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til að ná stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að finna innri kyrrð í auga stormsins.

Pictures

Harpa -

Pics
bottom of page