Kraftur hugans
Kraftur hugans | Ekkert
Ert þú reiðubúin/n að ögra getu þinni til þess að vera í lagi sama hvað?
Láta reyna á getu huga og líkama og seiglu.
Í lífinu þurfum við að vera viðbúin hinu ófyrirséða. Vera opin fyrir hverju sem gerist í augnablikinu.
​
Þetta námskeið miðar að því að ná til svæða sem eru utan við þægindarammann þinn og nota þína eigin getu og færni til þess að horfast í augu við þau. Í hvert skipti verður óvænt þema og áskorun til þess að sigrast á.
​
Ef þú ert reiðubúin/n til þess að uppgötva þín viðbrögð við ófyrirséðum áskorunum, bæði fyrir huga og líkama, þá ert þú reiðubúin/n í þetta námskeið um Kraft hugans.
Á þessu námskeiði munum við vinna með:
-
Dýpt getu huga og líkama
-
Líkamlegar áskoranir
-
Andlegar áskoranir
-
Hóp- og einstaklingsverkefni
-
Staði innan- og utandyra
Skilyrði: Til þess að taka þátt í þessu námskeiði þarftu að vera reiðubúin/n til þess að takast á við líkamlegar og andlegar áskoranir. Við mælum með því að hafa lokið „Hættu að Væla Komdu að Kæla“ námskeiðinu, en það er ekki nauðsynlegt.
**ATH: Við bjóðum upp á möguleikann að skipta greiðslunni ef þörf er á. Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttafélaginu þínu. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar
​
*Mikilvægt: Þetta námskeið hentar ekki barnshafandi konum eða fólki með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn þinn varðandi heilsufar þitt áður en þú tekur þátt í námskeiðinu.
Dagskrá námskeiðs
Lengt: 2 vikur - 4 sinnum í viku
Á meðan:
- Óþekktar áskoranir í hvert skipti
-
Daglegar áskoranir í heimavinnu á meðan að námskeiðið stendur yfir.
-
Lokaður Facebook hópur fyrir eftirfylgni.​
Eftir:
-
Ótakmörkuð eftirfylgni
-
Aðgangur að Hinum Mögnuðu, einstöku samfélagi ANDRI ICELAND um allan heim.
-
Fullkomin tök á iðkuninni og þekkingunni sem þú hefur aflað þér.
​​
Tilvalið ef: Þig langar að ögra tengingunni milli huga og líkama og mörkum innri hæfileika þinna til að vera í lagi sama hvað.