
Hugsaðu Um Heilsuna. Janúar hóp 2
12.-31. janúar þri & fim kl 19:00 -hóp 2
Available spots
Lýsing
Hugsaðu Um Heilsuna námskeið Streita - Öndun - Kuldi - Hiti Jafnvægi líkama og huga í gegnum öndun, áreiti og aðlögun. Náðu betra jafnvægi í líkama og huga með kraftmikilli blöndu af öndun, hugrænni þjálfun, kælimeðferð og hitameðferð. Þetta 3-vikna námskeið hjálpar þér að endurforrita streituviðbrögð, losa um spennu og efla líkamlega og andlega heilsu. Við vinnum með 4 lykilþætti: - Kraftur hugans: Skoðum ómeðvituð mynstur, gömul viðbrögð og endurstillum innri kerfi. - Öndun: Nýtum kraft öndunar til að hámarka súrefnisupptöku, hækka orkustig og styrkja ónæmiskerfið. - Kuldaþjálfun: Förum í stýrða kælingu til að minnka bólgur, örva taugakerfið og sleppa takinu á streitu. - Hitameðferð: Notum hita til að örva blóðflæði, stytta endurheimt og styðja við hreinsun líkamans á djúpstæðu stigi. Á námskeiðinu lærir þú m.a.: - Að nota öndun sem verkfæri til heilsubótar - Að nota kælingu og hita til að auka jafnvægi og vellíðan - Vísindin á bak við aðferðina - Að beita iðkuninni í daglegu lífi - Námskeiðinu lýkur með útiveru: öndun og síðan saunu og kælingu í náttúrunni. Fyrir hverja? Fyrir alla sem vilja kanna eigin getu, bæta heilsu, losa streitu, auka úthald, svefn, andlega styrk og einbeitingu. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Innifalið: - Aðgangur að „Anda með Andra“ öndunartímum meðan á námskeiðinu stendur - Kynningarvídeó fyrir upphaf námskeiðs - Útiþjálfun í lokin 📍 Staðsetning: Rauðagerði 25, 108 Reykjavík 📅 12.-31. janúar 🕖 kl. 19:00 Hópur 1: Mán. & Mið. Hópur 2: Þri. & Fim. Möguleika á greiðsludreifingu. Hægt er að fá námskeiðið endurgreitt hjá mörgum stéttarfélögum. ⚠️ Athugið: Námskeiðið hentar ekki barnshafandi konum eða fólki með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Hafðu samband ef þú ert í vafa. "Að fara á námskeið hjá Andra var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Andri er mjög áhugasamur, fróður, þolinmóður og góður kennari, hann brennur fyrir því sem hann er að kenna. Ég var búin að eiga í mjög slæmu brjósklosi í dágóðan tíma og ákvað því að skrá mig á námskeið hjá Andra. Þegar ég var búin að ná tökum á Wim Hof önduninni og að fara ofan í kalda vatnið stóðu áhrifin ekki á sér, verkir og bólgur sem ég var búin að vera að eiga við í langan tíma hurfu eins og dögg fyrir sólu, ég er eins og ný manneskja. Ég get af einlægni mælt með Andra og því sem hann kennir. Takk fyrir mig - Sigríður"




Væntanlegar dagsetningar
Hafðu samband
ANDRI ICELAND, Rauðagerði 25, Reykjavík, Iceland
hi@andriiceland.com
